Vinnustofa og námskeið í úttektum á vinnustöðum

Birkir Már Árnason • May 15, 2023

Dagana 10. til 12. maí 2023 var haldin vinnustofa og námskeið í úttektum á vinnustöðum

Líf og Sál stóð fyrir vandaðri og stórglæsilegri þriggja daga vinnustofu og námskeiði sem kennt var af Stale V. Einarsen og Helge Hoel, en báðir tvær eru virtir prófessorar í vinnu- og skipulagssálfræði. Vinnustofan var einstaklega gagnleg, fræðandi og áhugaverð, en aðalumfjöllunarefni vinnustofunnar voru faglegar úttektir eða svokallaðar staðreyndarannsóknir á vinnustöðum þegar upp koma vandamál eða kvartanir vegna eineltis, áreitnis, ofbeldis eða annarra brota eða ótilhlýðilegrar hegðunar eða stjórnunarhátta á vinnustað. Framkvæmdastjóri Cicero sat vinnustofuna og námskeiðið.


Vinnustofan veitti meðal annars innsýn og færni í:

  • Hvernig lög og reglur liggja til grundvallar fyrir siðferðilega og sanngjarna meðferð eineltis- og áreitnimála eða annarra brota í atvinnulífinu.
  • Hvernig á að greina atvik og rekja grun um neikvæða hegðun.
  • Hvernig á að búa til örugga umgjörð til að mæta neikvæðri hegðun á vinnustað.
  • Hvernig á að taka ákvarðanir sem skýra ábyrgð og þörf á eftirfylgni.
  • Hver fræðilegur og hagnýtur grunnur á hugtökunum einelti og áreitni er.
By Birkir Már Árnason April 23, 2024
Úrskurður yfirskattanefndar í máli nr. 55/2024
By Birkir Már Árnason November 7, 2022
Samstarfssamningur hefur verið undirritaður á milli Cicero og Líf og Sál
By Birkir Már Árnason October 31, 2022
Samtök atvinnulífsins gefa út sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum
By Kjartan Ragnars January 4, 2021
Kjartan Ragnars hefur setið fyrir svörum í útvarpinu og sjónvarpinu
By Birkir Már Árnason October 1, 2020
Lofsöngur aðlögunar og sveigjanleika í samningagerð
By Kjartan Ragnars, hdl. September 28, 2020
Þegar stórt er spurt
Share by: